Þjónustuskilmálar

NOTKUNARSKILMÁLAR FYRIR ÁSKRIFT

Hér á eftir fara skilmálar þeir sem gilda um notkun og aðgang að model.is í áskrift. Um þjónustuna gilda einnig almennir viðskiptaskilmálar model.is.

1. Model.is í áskrift

Model er markaðstól fyrir samfélagsmiðla sem hýst er í ISO vottuðu hýsingarumhverfi.

2. Skilgreiningar

Model: Model.is. Markaðstól fyrir samfélagsmiðla sem selt er í áskrift.

Áskrifandi: Aðili sem hefur keypt aðgang að Model.is í áskrift.

 

3. Áskrift á hugbúnaðarleyfum

Model.is selur aðgang að markaðstól fyrir samfélagsmiðla í áskriftarformi. Verð er miðað við fjölda notenda í hverri tegund áskriftarleiða. Aðgangur miðast við einn mánuð í senn. Greitt er fyrirfram fyrir hvern mánuð.

Áskrift að Model felur í sér rétt til notkunar á hugbúnaðinum á nýjustu útgáfu hugbúnaðarins hverju sinni. Í áskriftinni felst einungis réttur til notkunar á kerfinu.

Óski viðskiptavinur að fækka notendum taka slíkar breytingar gildi fyrsta dag næsta almanaksmánaðar.

Model áskilur sér rétt til þess að breyta þeim áskriftarleiðum sem í boði eru án fyrirvara. Þeir sem þegar hafa keypt áskriftarleið sem breytt er verður tilkynnt um breytingar og taka slíkar breytingar gildi gagnvart áskrifanda fyrsta dag næsta almanaksmánaðar.

4. Aukaverk og þjónusta

Fyrir alla þjónustu við kerfið, hvort sem um er að ræða uppsetningu, prófanir, kennslu eða aðstoð við notanda, viðgerðir sem ekki eru vegna bilana á ábyrgð Model hugbúnaðar eða annars konar þjónustu sem viðskiptavinur kann að óska eftir af hálfu model, skal vera greitt fyrir samkvæmt gjaldskrá. Um alla slíka þjónustu fer samkvæmt almennum viðskiptaskilmálum model og er tímagjaldið 6.900 kr. auk vsk.

5. Notendaupplýsingar

Notendanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem notandi kann að láta í té við stofnun áskriftar teljast til „aðgangsupplýsingar“ notanda.

Notanda ber skýlaus skylda til að tryggja leynd notendanafns og lykilorðsins. Ef minnsti grunur er um að óviðkomandi aðili hafi komist yfir notendanafn og eða lykilorð skal notandi strax skipta um lykilorð og tilkynna til Model á [email protected] ef hann verður var við tilraunir til aðgangs frá óviðkomandi aðilum.

6. Uppsögn

Uppsögn á áskrift skal fara fram með þriggja mánaða fyrirvara. Uppsögn skal vera skrifleg í tölvupósti á [email protected] og afhent með sannanlegum hætti. Gildi uppsagnar miðast við fyrsta dag næsta almanaksmánaðar.

7. Varðveisla gagna við lok samnings

Í samræmi við lög um persónuvernd þá varðveitir Model.is ekki gögn viðskiptavinar eftir að gildistíma samnings er lokið eða ef samningi hefur verið sagt upp af öðrum orsökum. Gögn eru afhent viðskiptavini og þeim síðan eytt í kerfum Model. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, þá er það á ábyrgð viðskiptavina að varðveita slík gögn í samræmi við lög eftir að samningstíma lýkur.

8. Takmörkun ábyrgðar

Áskrifendur nota þær kerfiseiningar sem í boði eru á á eigin ábyrgð. Model ábyrgist ekki að tiltekinn árangur náist af notkun á hugbúnaðinum.

Model áskilur sér rétt til rjúfa aðgang í tilvikum þar sem um nauðsynlegt viðhald á umhverfi er að ræða eða þegar uppfærsla á kerfinu á sér stað. Leitast er við að þessi vinna eigi sé stað á þeim tíma sem það veldur viðskiptavinum sem minnstri röskun.

Skaðabótaábyrgð Model.is er háð því að hann hafi sýnt af sér verulegt gáleysi eða gróf mistök við útfærslu samnings.

Model ber ekki ábyrgð á afleiðingum sem rekja má til þess að ekki hafi verið hægt að sinna þjónustu vegna óviðráðanlegra eða ófyrirséðra orsaka (force majeure), t.d. eldsvoða, verkfalla, farsótta, náttúruhamfara, laga eða reglugerða eða önnur atvik sem ekki eru sök samningsaðila, eða í þeirra valdi að ráða við.

Model ber í engu tilfelli ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni þar á meðal glötuðum ágóða, ráðgerðum sparnaði eða krafna þriðja aðila á hendur viðskiptavinar.

Model ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna gagnataps, né skaða sem rekja má til breytinga á veituspennu eða rafmagnstruflana eða annarra utanaðkomandi áfalla sem búnaðurinn kann að verða fyrir. Model er ekki bótaskyldur vegna tjóns sem orsakast af vali viðskiptavinar á búnaði frá þriðja aðila eða tjóns sem er afleiðing rangrar notkunar hins síðarnefnda eða þriðja aðila á kerfinu, né vegna galla eða bilunar í hug- eða vélbúnaði. Model skal ekki bera ábyrgð á tjóni sem á sér stað á viðhaldstímabili og við venjuleg störf Model svo sem við afritun gagna og viðhald.

Kröfur um skaðabætur skal setja fram innan eins árs frá tjónsatburði.

9. Brot á notandaskilmálum

Model er heimilt,hvernær sem er og án fyrirvara, að loka aðgangi aðila að hugbúnaðinum og eftir atvikum eyða honum verði áskrifandi uppvís að brotum á þessum skilmálum, misnoti kerfið eða hegði sér á þann hátt að augljóst er að viðkomandi getur ekki eða ætlar ekki að uppfylla ákvæði þessara skilmála. Tilkynning um lokun verður send á netfang áskrifanda.

10. Breytingar á skilmálum

Model kann að breyta þessum skilmálum. Komi til breytinga verður notanda gefin(n) kostur á að samþykkja breytta skilmála. Samþykki fyrir uppfærðum skilmálum er skilyrði fyrir áframhaldandi notkun hugbúnaðarins. Ef notandi kýs að samþykkja ekki breytta skilmála mun notandi ekki lengur geta skráð sig inn á vefsvæði hugbúnaðarins og verður áskrifanda þá gefin(n) kostur á að loka aðgangi umrædds notanda.

11. Lög og varnarþing

Um skilmála þessa, samninga og tilboð við viðskiptavini gilda íslensk lög. Sérhver ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi á milli aðila skal rekin fyrir Héraðsdómi reykjaness.

Skilmálar þessir gilda frá og með 01.01.2020.